Algengar spurningar


Deild Global Blue sem svarar algengum spurningum, svarar flestu um fyrirtæki okkar og þjónustu.

Tax Free Verslun

Global Blue Tax Free Shopping tryggir að kaupmaðurinn er álitinn vera aðlaðandi, traustsins verður og áreiðanlegur af alþjóðlegum viðskiptavinum. Hið fræga ‘Tax Free’ merki okkar er viðurkennt af alþjóðlegum viðskiptavinum sem áreiðanlegt merki fyrir Tax Free Shopping. Árið 2013 settum við nýtt met og keyrðum meira en 26 milljón færslur.

Global Blue Tax Free Shopping-þjónustan uppfyllir allar kröfur laga og skattayfirvalda og býður kaupmanninum upp á auðvelda leið til að stjórna ferlinu. Vöxtur okkar hefur byggst á því að gera Tax Free Shopping einfalda fyrir ferðamenn á meðan sterk tengsl eru mynduð við kaupmenn til að skilja viðskiptavini betur, þjóna þeim af öryggi og auka smásölutekjur. Það sem skiptir meira máli er að Markaðsþjónusta Global Blue og færslutækni er öll hönnuð til þess að koma erlendum viðskiptavinum inn í verslun þína.

Í fjölda landa vilja yfirvöld auka smásöluverslun með því að bjóða VAT endurgreiðslu til alþjóðlegra viðskiptavina sem kaupa vörur á meðan þeir dvelja í landinu, en flytja síðan vöruna út í sínum persónulega farangri. Með þessari þjónustu, geta alþjóðlegir viðskiptavinir verslað á ódýrari hátt.

Alþjóðlegir ferðamenn eiga rétt á endurgreiðslu virðisaukaskatts af innkaupum þegar þeir flytja út þá vöru sem þeir eru að kaupa. Til að eiga rétt á endurgreiðslu innan ESB verður ferðalangurinn að vera búsettur utan ESB.

Global Blue býður VAT endurgreiðslu vegna verslunar í Argentínu, Austurríki, Belgíu, Danmörku, Eistlandi, Finnlandi, Frakklandi, Grikklandi, Hollandi, Írlandi, Íslandi, Ítalíu, Japan, Króatíu, Kýpur, Lettlandi, Litháen, Líbanon, Líktenstein, Lúxemborg, Marokkó, Noregi, Portúgal, Póllandi, Síngapúr, Slóvakíu, Slóveníu, Spáni, Stóra-Bretlandi, Suður-Kóreu, Sviss, Svíþjóð, Tékklandi, Tyrklandi, Ungverjalandi, Úrúgvæ og Þýskalandi.

Global Blue veitir einungis endurgreiðslu vegna vöru sem er flutt og flutt út í farangri ferðamannsins sjálfs.

Austurríki, Belgía, Búlgaría, Danmörk, Eistland, Finnland, Frakkland, Grikkland, Holland, Írland, Ítalía, Króatía, Kýpur, Lettland, Litháen, Luxemborg, Malta, Portúgal, Pólland, Rúmenía, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Svíþjóð, Stóra-Bretland, Tékkland, Ungverjaland og Þýskaland.

Já, það er lágmark. Í Ísland er lágmarkseyðslan ISK 6000.

Tax Free-eyðublaðið gildir í 3 mánuði plús þann mánuð er innkaup fóru fram

Eyðublað sem hefur verið samþykkt af Tollayfirvöldum hefur engin tímamörk.

Ferðamenn geta fengið endurgreiðslu sína á þann hátt sem hentar þeim best á fleiri en 250 endurgreiðsluskrifstofum um allan heim. Reiðufé er greitt strax þegar farið er brott af flugvelli, þegar farið er yfir landamæri eða í heimalandi ferðamannsins.

Endurgreiðslur inn á kreditkort geta tekið 3-5 vinnudaga, á meðan afgreiðsla á endurgreiðslu sem er umbeðin í pósti til okkar getur tekið allt að 3 vikur.

Ef notuð eru blá eyðublöð er endurgreiðslutafla prentuð innan á endurgreiðslublaðið þitt (e. Tax Free form). Ef stöð eða önnur tæknilausn er notuð við útgáfu, og endurgreiðslutafla er ekki við höndina, er hægt að notað endurgreiðslureiknivélina fyrir snögga athugun. Ef það er ekki hægt má líkja eftir færslu í kerfinu þínu. Í slíkum tilfellum skal muna að ógilda færsluna eftir að hún gengur í gegn því annars munu kerfin þín skrá færsluna. Síðast en ekki síst, ef óskað er heildaryfirlits má hringja í okkur og við sendum þér útprentaða endurgreiðslutöflu sem nota má við kassann.

Við bjóðum upp á ýmsar tæknilausnir í sambandi við færslur. Besta tæknilausnin veltur á þörfum og tæknilegum innviðum verslunar. Hafið samband við viðskiptastjóra og við aðstoðum við að finna og innleiða bestu lausnina fyrir verslunina.

Farðu í „Refund Tracker“ Sláðu inn færslunúmerið sem skráð er á endurgreiðslueyðublaðið og afritið. Refund Tracker gefur upp uppfærðar upplýsingar um greiðslustöðu færslunnar. Refund Tracker nær ekki til endurgreiðslna í reiðufé.

Auðveldasta leiðin til að kynna nýjum starfsmönnum þjónustu Global Blue er í gegnum Global Blue Online Academy á netinu. Hafðu samband við okkur ef þú ert ekki nú þegar með aðgangskóða og við veitum þér aðgang að þessum námsvettvangi á netinu sem er opinn allan sólarhringinn. Við lok hvers námshluta geta nýir starfsmenn fengið vottun sér til ávinnings þannig að betur megi fylgjast með því hvernig þeir hafa tileinkað sér þjónustuna.

Fyrst af öllu skal tryggja að merkingar Global Blue Tax Free Shopping-þjónustan séu áberandi í búðargluggum og inni í versluninni, þar sem sannað hefur verið að Tax Free-sparnaður hvetur til kaupa.

Síðan skaltu tryggja að starfsfólk þitt tali um skattfrjálsan sparnað við sölu til viðskiptavina.  Sparnaður viðskiptavina - er þér að kostnaðarlausu.

Loks býður Global Blue upp á fjölmörg markaðssetningartækifæri sem hjálpa til við að auka viðskipti þín við globe shoppers. Hafðu samband og viðskiptastjórar okkar geta veitt nánari upplýsingar.


Gangið til liðs við okkur