Endurgreiðslulausnir okkar eru þægilegar og sérsníðanlegar


Ein þjónustulausn getur ekki uppfyllt þarfir allra smásöluaðila og ferðamanna sem versla. Við erum stanslaust að koma með nýjungar til að bjóða þér upp á þjónustu sem gerir þér kleift að sérsníða framboð þitt, sem gerir þjónustuna snurðulausa og svarar þörfum viðskiptavina þinna, sama hverjir þeir eru eða hvaðan þeir koma.

Hvort sem þeir vilja fá endurgreitt í búðinni, á flugvellinum eða heima, inn á kreditkortið, í reiðufé eða á farsímaverkvöngum, erum við með lausn til að gera ferðalög þeirra áreynslulaus.

Uppgötvaðu einstakan lausnapakka okkar sem tryggir að þú uppfyllir þarfir og óskir ferðalanganna

Hjálpaðu viðskiptavinum þínum að fá endurgreitt á meðan þeir ferðast


HRÖÐ ENDURGREIÐSLUþjónusta
Þú getur boðið viðskiptavinum þínum upp á hraða endurgreiðsluþjónustu í búðinni, þannig að þeir fái endurgreiðsluna inn á kreditkortið innan 2 daga frá kaupum.
Tafarlaus endurgreiðsla á Alipay veski er ný þjónusta sem kynnt var í byrjun ársins 2018. Lesið meira
Þeir hafa meira til að versla fyrir á meðan ferðinni stendur og hafa hag af einfaldara ferli við brottför!

Gerðu kínverska ferðalanga ánægða með uppáhaldsgreiðsluaðferð þeirra


Alipay Rauntíma Endurgreiðsla
Kínverskir viðskiptavinir geta nú fengið rauntíma endurgreiðslu hjá endurgreiðsluskrifstofu okkar í 14 Evrópulöndum beint í Alipay veskið. Lesið meira
Þeir geta einnig fengið rauntíma endurgreiðslu í sumum verslunum sem eru með hraða endurgreiðsluþjónustu

Endurgreiðsla Inn Á Unionpay Kreditkort
Kínverskir ferðalangar geta einnig haft ávinning af að fá fyrirfram endurgreiðslu inn á UnionPay kortið sitt, í búðinni með hraðri endurgreiðsluþjónustu eða niðri í bæ á endurgreiðsluskrifstofum okkar. Lesið meira

Wechat Pay Rauntíma Endurgreiðsla
Global Blue er einnig í samstarfi við WeChat til að bjóða kínverskum viðskiptavinum upp á tækifæri á að fá endurgreiðsluna samstundis inn á WeChat Pay reikninga sína á völdum flugvöllum.  Lesið meira

Ný þjónusta fyrir Ctrip Tax Back Home
Global Blue og Ctrip hafa ýtt úr vör nýrri Tax Back Home þjónustu, sem gerir kínverskum notendum kleift að fá skattendurgreiðslu beint inn á Ctrip stafrænt veski sitt í gegnum kínverska fyrirtækið United Money.

Tryggðu að viðskiptavinir þínir fái endurgreiðsluna sína með bestu viðhaldsþjónustunni


FARSÍMA VIÐSKIPTAVINAÞJÓNUSA - fyrstu einstaklingsbundni leiðarvísirinn að tax free verslun
Uppgötvaðu nýju lausnina okkar fyrir ferðamenn, sem gefur rauntíma stöðuuppfærslur á endurgreiðslu virðisaukaskatts og rauntíma, viðeigandi tilkynningar til viðskiptavina, sem hjálpa þeim í gegnum endurgreiðsluferlið, skref fyrir skref. 
Ferlið hefur aldrei verið auðveldara. Lesið meira

VIP SETUSTOFUR
Í lykilborgum eins og Mílanó, Róm og Madríd höfum við opnað VIP setustofur í hjarta vinsælustu verslunarhverfanna til að gefa mikilvægum viðskiptavinum þínum smá ró og næði og gera þeim kleift að fá snemmbúnar endurgreiðslur í þægindum. Lesið meira

Hafið samband til að fá meiri upplýsingar